Viljir þú upplifa rómantík og stemmingu í sveitinni þá er þetta rétti staðurinn. Erum miðsvæðis í Skagafirði, austanvatna. Hér er hægt að njóta kyrrðar sveitarinnar með alla þjónustu í Skagafirði innan seilingar. Við bjóðum upp á mismunandi gistimöguleika og fjölbreytta aðstöðu. Í veitingaaðstöðu Sveitasetursins er lögð áhersla á þjóðlega matargerð og hráefni úr héraði.
Góðar gönguleiðir eru eftir bökkum Héraðsvatna og um fjallendi Hofsstaðafjalls þar sem hægt er að fylgjast með fuglum og dýrum í sýnu náttúrulega umhverfi njóta viðfeðms útsýnis yfir Skagfjörð. Við leggjum okkur fram um að gera dvöl þína sem ánægjulegasta.
Verið velkomin
Mikið fuglalíf er á vatnasvæði Héraðsvatna en austara eylendið er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Stígar hafa verið lagðir frá Hofsstöðum og niður að Héraðsvötnum og að gömlu vatnabrú Héraðsvatna um 6 km leið. Upplagt fyrir fuglaáhugamenn og aðra náttúruunnendur. Stefnt er að því að setja upp fuglaskoðunaraðstöðu fyrir áhugamenn um fuglaskoðun.
Stikuð leið er fyrir göngufólk upp á Hofsstaðafjall frá Hofsstaðakirkju um urðina sem er þar fyrir ofan og einnig upp með Gljúfurá sem er í landi Hofsstaðasels. Frá toppi Hofsstaðafjalls er mjög fallegt útsýni um allan fjörð.
Hofsstaðakirkja. Jörðin Hofsstaðir er kirkjustaður frá fornu fari. Í kaþólskum sið voru kirkjur á Hofsstöðum helgaðar Maríu guðsmóður. Þar var Maríulíkneski sem mikil helgi hvíldi á og kom fólk um langa vegu til bænagjörða og áheita. Eftirlíking af þessu Maríulíkneski er að finna í kirkjunni.
Lesa meira.....Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.
(+354) 453 7300
(+354) 894 8306
Ferðaþjónusta, Hofsstöðum, 551 Sauðárkrókur - Útgáfuréttur © 2012 - Hofsstaðir. Öll réttindi áskilin. Hönnun vefsíðu: Austurnet ehf